Á dögunum kom út nýtt jólalag eftir þær Sigrúnu Helgu Pálsdóttur (Rúrý) og Dagbjörtu Sigurbjörnsdóttur en þær eru tvær vinkonur úr 5. bekk í Vallaskóla á Selfossi. Vinkonurnar sömdu lag og texta og nutu aðstoðar fagmanna og fjölskyldumeðlima við upptöku lagsins en stjórn upptöku var í höndum Vignis úr Írafari. Páll Sveinsson (Í svörtum fötum), faðir Sigrúnar Helgu, trommaði lagið, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson (Geimfararnir ofl.), faðir Dagbjartar, lék á gítar og Matthías Hlífar Pálsson (Lucy in Blue/Young Divers), bróðir Sigrúnar, lék á bassa. Pétur Sigurdór, bróðir Sigrúnar Helgu, klippti svo saman myndandið. Dúettinn kallar sig RuDa.