![Opið hús hjá Gallery MFÁ í Sandvíkursetri á morgun Opið hús hjá Gallery MFÁ í Sandvíkursetri á morgun](https://i0.wp.com/www.dfs.is/wp-content/uploads/2018/12/myndlist_heimir.jpg?fit=768%2C576&ssl=1)
Opin vinnustofa félaga í Myndlistafélagi Árnessýslu MFÁ verður í Sandvíkursetri við Bankaveg á morgun laugardaginn 8. desember á milli kl. 14:00 og kl. 18:00. Þar munu listamenn sýna verk sín og vinnubrögð og taka vel á móti gestum og gangandi. Heitt verður á könnunni og þjóðlegt meðlæti með og mun andi listarinnar svífa frjáls um húsið. Kl. 16:00 verður síðan boðið upp á stutta skemmtidagskrá sem listamennir hafa soðið saman í tilefni dagsins og verður sungið og kveðið af hjartans list. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynna sér hvað er í gangi á myndlistarvinnustofu bæjarins. Allir eru hjartanlega velkomnir.