9.5 C
Selfoss

Fundur í Hveragerði í kvöld um Fyrsta krefið

Vinsælast

Í kvöld fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00 verður Leyðin út á þjóðveg með kynningu á ráðgjafafyrirtækinu Fyrsta skrefið. Kynningin verður í Rauða kross húsinu í Hveragerði, 2. hæð. Þar mun Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi koma og kynna Fyrsta skrefið.

Fyrsta skrefið er fjölþætt ráðgjafaþjónusta fyrir einstaklinga, pör, fyrirtæki og stofnanir. Sérstök áhersla er á að valdefla og styrkja einstaklinga í gegnum faglegan og persónulegan stuðning. Ráðgjafar Fyrsta skrefsins hafa um árabil fengist við persónulega ráðgjöf, fyrirlestra og námskeiðshald á félagslega sviðinu. Sérstakar áherslur Fyrsta skrefsins eru: Tilfinningaleg úrvinnsla – Meðvirkni og áföll – Hjóna- og pararáðgjöf – Samskipti – Streita og kulnun – Stjórnleysi og fíkn.

Á fundinum verður fjallað aðeins betur um hugtakið meðvirkni, hvernig meðvirkni verður til og hvaða afleiðingar hún hefur.

Nýjar fréttir