9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Ríflegur styrkur til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Ríflegur styrkur til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

0
Ríflegur styrkur til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Mynd: Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var samþykkt að hækka íþrótta- og tómstundastyrk sveitarfélagsins. Styrkurinn var fyrir hækkun 60.000 krónur en er nú 75.000 krónur á einstakling. Styrkinn geta allir grunn- og framhaldsskólanemendur frá 6 ára aldri til 18 ára. Hann má nota til að stunda íþrótta-, æskulýðs-, eða menningarstarf. Til að geta fengið styrkinn þarf að fylgja frumrit kvittunar um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og/eða menntun nemenda.