-7.2 C
Selfoss
Home Fréttir Foreldrafélag Sunnulækjarskóla gefur fyrstu bekkingum endurskinsvesti

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla gefur fyrstu bekkingum endurskinsvesti

0
Foreldrafélag Sunnulækjarskóla gefur fyrstu bekkingum endurskinsvesti
Mynd: Sunnulækjarskóli.

Í gærmorgun fóru fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla færandi hendi í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Erindið var að færa öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti. Lögreglan var með í för og aðstoðaði við afhendinguna. Allir voru glaðir með gjöfina og kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra til að tryggja að vestin verið notuð sem allra mest.

Í tilkynningu frá skólanum kemur segir: „Vestin munu nýtast nemendum strax í dag því að lokinni afhendingu fóru allir nemendur 1. bekkjar í heimsókn á gamla leikskólann sinn. Það verkefni er liður í að styrkja tengslin milli leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu okkar. Þetta er í fjórða sinn sem foreldrafélagið færir skólanum slíka gjöf og því ættu nú nær allir nemendur á yngsta stigi skólans að eiga slík vesti í fórum sínum.“