-3.3 C
Selfoss

Góðir gestir með tónleika á Litla-Hrauni

Vinsælast

Tónlistarsnillingarnir í tríóinu Guitar Islancia voru með magnaða tónleika í íþróttasalnum á Litla-Hrauni miðvikudaginn 7. nóvember sl. Fangar fjölmenntu á tónleikana og voru ánægðir með tónlistarflutning þeirra þremenninga en tríóið skipa: Gunnar Þórðarson gítar, Björn Thoroddsen gítar og Jón Rafnsson bassa.

Gunnar Þórðarson sagði skemmtilega frá því þegar hann var á tónleikaferð í Bandaríkjunum árið 1979 með Ríó-tríóinu og þeir spiluðu m.a. víða í háskólum. Einnig voru einir tónleikar þeirra í gríðarstóru fangelsi og mættu rúmlega 700 fangar á tónleikana í samkomusal fangelsisins. Ríó-tríóð lék sem fyrsta lag hið fallega lag „Á Sprengisandi“ eftrir Sigvalda Kaldaláns. Skipti það engum togum að eftir flutning lagsins gengu allir fangarnir úr salnum nema 40 fangar. Er þetta í eina skiptið á löngum tónlistarferli Gunnars sem tónleikagestir hafa yfirgefið salinn.

Nýjar fréttir