7.3 C
Selfoss

Fataskiptimarkaður í Fjölheimum á Selfossi í dag

Vinsælast

Starfsmannafélag Fjölheima stendur fyrir fataskiptamarkaði í Fjölheimum, Tryggvagötu 13, Selfossi í dag kl. 18:30–21:00.

Fataskiptimarkaðurinn gengur út á að fólk kemur saman og skiptist á fötum. Fólk getur komið með fatnað (og skó) sem það er hætt að nota og lagt inn, og tekið í staðinn út nýjan/annan fatnað (og skó). Engar greiðslur fara fram, eingöngu skipti. Með þessu er stuðlað að endurnýtingu fatnaðar með það að leiðarljósi að draga úr neyslu og auka meðvitund um umhverfis áhrif fatasóunar. Ekki er nauðsynlegt að leggja inn föt til þess að taka út, og öfugt. Komið, kíkið, notið og njótið!

Nýjar fréttir