1.7 C
Selfoss

Nýtt upplýsingakort af Þorlákshöfn komið út

Vinsælast

Nýtt upplýsingakort af Þorlákshöfn, ætlað til upplýsinga fyrir ferðamenn, sem og heimamenn, er komið út og hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Kortið sem hefur verið í vinnslu í rúmt ár er skemmtilega frábrugðið hefðbundnum upplýsingakortum. Áhersla var lögð á að hafa það lifandi og skemmtilegt. Hönnunin á kortinu var í höndum ARGH Grafísk hönnun. Kort af Ölfusinu öllu er á lokastigi og verður birt innan tíðar. Samhliða útgáfunni verða kortin sett upp á upplýsingaskilti við innkeyrsluna inn í Þorlákshöfn.

Vinna er í gangi við að gera kortin á heimasíðu Ölfuss gagnvirk. Á skiltin verður settur hlekkur eða QR kóði svo ferðamenn geti farið inn á heimasíðu Ölfuss og fundið nýjustu upplýsingar um þjónustu í sveitarfélaginu. Einnig er til skoðunar að setja fleiri skilti víðar í sveitarfélaginu.

Nýjar fréttir