8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Hafa áhyggjur af fjármögnun hjúkrunarrýma á Suðurlandi

Hafa áhyggjur af fjármögnun hjúkrunarrýma á Suðurlandi

0
Hafa áhyggjur af fjármögnun hjúkrunarrýma á Suðurlandi
Mynd: Myndabanki.

Í ályktun sem sett var fram eftir ársþing SASS 2018 kemur fram að þingið lýsi yfir áhyggjum af fjármögnun ríkisins til hjúkrunar-, dvalar- og dagvistunarrýma á Suðurlandi. “Á Suðurlandi er fjármögnun hjúkrunarrýma 20% undir raunþörf, sem og annars staðar á landinu. Ljóst er af fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 að framlög til málaflokksins hækka ekki og standa því engan veginn undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að veita samkvæmt kröfulýsingum er þau starfa samkvæmt. Ársþingið hvetur ríkisvaldið til þess að bæta hér í og tryggja að fjárframlög standi undir rekstri þessa mikilvæga málaflokks og áframhaldandi aukningu hjúkrunarrýma á Suðurlandi“, segir í ályktuninni.