3 C
Selfoss

Þollóween í Þorlákshöfn

Vinsælast

Skammdegisbæjarhátíðin Þollóween er nú haldin í Þorlákshöfn í fyrsta skipti. Hátíðin hófst í gær og stendur yfir í viku. Í dagskránni má finna spennandi, misskelfilega viðburði fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á viðburði sem fjölskyldumeðlimir geta notið saman. Má þar nefna ónotalega sundstund og skelfilega skrautsmiðju sem verður í dag þriðjudag. Á morgun verður Afturgangan þar sem gengið verður um bæinn og sögur sem ekki eru venjulega sagðar fá að heyrast. Þá má búast við óvæntum atburðum og reikna þarf með að margt búi í myrkrinu!

Á fimmtudaginn kl. 18 verður viðburður fyrir yngstu börnin sem ber nafnið Grafir og bein. Þá koma börnin með vasljós og leita að beinum í Skrúðgarðinum ásamt foreldrum sínum. Einnig má nefna draugahús og taugatrekkjandi diskó fyrir börn í 1. bekk og upp úr og fullorðins grímuball sem haldið verður í ráðhúsinu laugardaginn 3. nóvember.

Á föstudaginn kl. 18:00–19:30 munu draugar, afturgöngur og aðrar kynjaverur ganga í hús þeirra bæjarbúa sem vilja bjóða þau velkomin. Það gera íbúar með því að setja miðann sem kom í hús í vikunni út í glugga. Einnig er gott að setja ljós og/eða kerti fyrir utan.

Áhugasamir eru hvattir til að fara inn á facebook síðuna Þollóween til að kynna sér dagskrána nánar.

Nýjar fréttir