Elvar Örn markahæstur í Tyrklandi

Elvar Örn Jónsson.

Fjórir Selfyssingar, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon, léku með A-landsliði karla í handknattleik þegar liðið mætti Grikkjum og Tyrkjum í undankeppni EM 2020.

Fyrri leikurinn var hér heima í Laugardalshöllinni gegn Grikkjum þar sem Ísland sigraði örugglega með fjórtán mörkum, 35-21. Bjarki Már var markahæstur með sex mörk, Elvar Örn skoraði tvö mörk og Ómar Ingi eitt mark.

Seinni leikurinn var gegn Tyrkjum út í Tyrklandi. Ísland sigraði þann leik með ellefu mörkum, 33-22 þar sem Elvar Örn var markahæstur með níu mörk. Bjarki Már skoraði 5 mörk og Haukur eitt mark.