7.3 C
Selfoss

Forsala á Evrópuleikinn á Selfossi hefst í dag

Vinsælast

Síðari leikur Selfyssinga í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta, gegn slóvenska lið­inu RD Ribnica, fer fram í Hleðslu­höllinni (Iðu) á Selfossi laugar­daginn 13. október nk. kl. 18.

Selfyssingar töpuðu fyrri leikn­­um í Slóveníu með þremur mörk­um 30-27 og eiga því góð­an möguleika á því að komast áfram í 3. umferð keppninnar. Í gegnum tíðina hefur það sýnt sig að góður stuðningur skiptir sköpum hvort liðið fer áfram. Því er um að gera að mæta og hvetja strákana.

Forsala aðgöngumið hefst í dag fimmtudaginn 11. október í Hleðsluhöllinni (Íþróttahúsinu Iðu) Selfossi kl. 18:30. Forsala fyrir Platínumkorthafa hefst kl. 18:00. Miðaverð er 2.000 kr.
Á leikdag verður upphitun í Selinu kl. 16:00 fyrir árskortshafa. Hægt er að tryggja sér árskort með því að hafa samband við framkvæmdastjóra deildarinnar.
Almenn upphitun verður í Hleðsluhöllinni (Iðu) kl. 16:00.

Nýjar fréttir