0.6 C
Selfoss

Sæmundur heimsækir Húsið á Eyrarbakka

Vinsælast

Bókmenntadagskrá með sögu­legu ívafi verður í Húsinu á Eyrarbakka laugar­dag­inn 13. októ­ber nk. kl. 15.

Húsráðandinn, Lýður Páls­son safnstjóri, segir alkunnan fróðleik um Sæmund fróða og grefur svo upp sögur af sýslu­mönnum sem sátu gjarnan að drykkju með fakt­orum fyrrum.

Sérstakir gestir Hússins eru rithöfundar sem um þessar mundir gefa út bækur hjá hinni öflugu bókaútgáfu Sæm­undi. Lilja Magnúsdóttir les úr skáld­sög­unni Svikarinn sem er fyrsta bók höfundar, Guðmundur Brynj­ólfsson úr sakamálasögu sinni Eitraða barnið, Vala Haf­stað úr ljóðabókinni Eldgos í aðsigi, Harpa Rún Kristjáns­dóttir les úr bók sinni Þingvellir og Bjarni Harðarson úr skáld­sögunni Í Gullhreppum.

Frír aðgangur er og allir velkomnir. Kaffi á könn­unni og konfekt. Dagskráin er liður í menn­ingar­mánuði Árborgar.

Nýjar fréttir