7.3 C
Selfoss

Fundur með samgönguráðherra í Vík

Vinsælast

Mánudaginn 1. október sl. var haldinn fundur um sam­göngumál í Víkurskóla. Á fund­in­um voru Sigurður Ingi sam­göngumálaráðherra og Ólafur Gunnarsson umferðaröryggis­sér­fræðingur með framsögu. Auk þess mættu flestir þingmenn Suð­ur­­kjör­dæmis á fundinn. Ráðherra kynnti nýja sam­gönguáætlun og ræddi hugmynd­ir um láglendisveg með jarðgöng­um í gegnum Reynisfjall.

Mjög góð mæting var á fund­inn. Áttatíu manns mættu á fund­inn eða 12% íbúa Mýrdals­hrepps, sem verður að teljast nokk­uð gott og greinilegt að samgöngumál hvíla á Mýrdælingum.

Fjörugar og málefnalegar um­ræð­ur fóru fram. Alls tóku 18 manns til máls og viðruðu skoð­anir sínar á fyrirhuguðum lág­lendisvegi. Umræður voru bæði með og á móti fyrirhugaðri fram­kvæmd.

Fund­armenn ræddu einnig hvernig mætti bregðast við þeim umferðarþunga sem nú liggur í gegnum Víkurþorpið í náinni fram­tíð til að tryggja öryggi gang­andi vegfarenda.

Frétt af myrdalshreppur.is

Nýjar fréttir