4.5 C
Selfoss

Landsmót Samfés var haldið á Selfossi um liðna helgi

Vinsælast

Um síðustu helgi mættu 320 unglingar og 80 starfsmenn á Selfoss til að taka þátt í Landsmóti Samfés. Félagsmiðstöðin Zelzíus á Selfossi sendi átta ungmenni á landsmótið.

Á dagskránni voru meðal annars vinnustofur. Þær voru tvíþættar, en annars vegar var rætt um mismunandi málefni og hvernig ungt fólk getur haft áhrif á umræðuna og hins vegar var farið í áhugamálssmiðjur þar sem áhersla var lögð á gleði, skemmtun og ýmsa praktíska hluti. Einnig sköpuðust tækifæri til að hitta aðra krakka og læra eitthvað nýtt.

Landsmót Samfés er haldið að hausti ár hvert en fyrsta landsmótið var var haldið á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Þetta árið tóku um 70 félagsmiðstöðvar víða af landinu þátt, meðal annars frá Djúpavogi, Grundarfirði og Strandabyggð.

Dagskrá Landsmóts Samfés evar þríþætt. Fyrst var unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið var að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Þá er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Lýðræðisleg vinnubrögð voru alls ráðandi á Landsmóti Samfés en þriði og síðasti þáttur landsmótsins var lokadagurinn. Hann var helgaður Landsþingi ungs fólks. Ungmennaráð Samfés hefur veg og vanda af því að skipuleggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni sem eru þeim hugleikin. Í kjölfarið á Landsþinginu tekur Ungmennaráð síðan saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti , sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélög Samfés.

Á Landsmótinu fór einnig fram kosning í ungmennaráð Samfés. Alls var kosið í 9 kjördæmum, tveir aðalmenn og einn til vara. Samtals 18 aðalmenn og 9 varamenn. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd, hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna.

Myndirnar eru frá vinnustofum á Landsþingi Samfés. Myndir: GPP

Nýjar fréttir