-5.9 C
Selfoss

Fjallkonan sýnd í Húsinu á laugardag

Vinsælast

Leiksýningin Fjallkonan verður sýnd í Húsinu á Eyrarbakka á laugardaginn kemur kl. 20. Sýningin hefur ferðast víða um land. Hún var sýnd í Tjarnarbíó á síðasta leikári en höfundur og leikkona sýningarinnar Hera Fjord fluttist fyrir stuttu til Eyrarbakka.

Fjallkonan er leiksýning byggð á ævi langalangömmu Heru, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt, sem sumir þekkja sem ástkonu ljósvíkingsins sem Laxness gerði frægan í Heimsljósi.

Frítt er inn í tilefni Menningardaga í Árborg. Framboð sæta er takmarkað.

Nýjar fréttir