-1.5 C
Selfoss

Tálgað og málað í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Um 70 manns voru saman komin í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 30. september sl. Listakennararnir Kristín Þóra Guðbrandsdóttir og Klara Öfjörð Sigfúsdóttir leiðbeindu þar gestum hvernig tálga skal til tré og mála á eftir. Óhætt er að segja að kynslóðirnar hafi sameinast í verkefni dagsins og mátti sjá fólk á öllum aldri skapa hin ýmsu verk úr efniviðnum. Allt var til alls og ljóst að þær stöllur eru eldri en tvævetur í námskeiðahaldi sem þessu.

Til að byrja með voru handtökin á flugbeittum hnífnum kennd ungum sem öldnum. Að tálgun lokinni færði fólk sig um set og málaði á viðinn. Hlutirnir tóku á sig hinar ýmsu myndir, jólasveinar, töfrasproti, hreindýr og fuglar spruttu fram úr hugarfylgsnum skapara sinna. Þegar málningarvinnunni var lokið biðu forláta hárþurrkur sem höfðu fengið nýtt hlutverk við að þurrka málninguna áður en heim var haldið.

Random Image

Nýjar fréttir