9.5 C
Selfoss

Eyfi syngur á Hendur í höfn

Vinsælast

Hver kannast ekki við lögin Álfheiður Björk, Draumur um Nínu, Dagar, Danska lagið og Ég lifi í draumi? Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þessi lög muni hljóma ásamt fleirum ódauðlegum smellum á morgun föstudagskvöldið 5. október þegar Eyjólfur (Eyfi) Kristjánsson fer yfir ferilinn í tali og tónum á veitingastaðnum Hendur í höfn í Þorlákshöfn.

Eyfi heldur einmitt upp á 30 ára sólóferilsafmæli um þessar mundir en á þeim árum má segja að hann hafi skipað sér sess sem einn af okkar ástsælustu tónlistarmönnum!

Forsala á miðum er á Hendur í höfn.

Nýjar fréttir