1.1 C
Selfoss

Tónar og Trix hefja söngæfingar í október

Vinsælast

Áætlað er að Tónar og Trix, söngfélag eldri borgara í Ölfusi, hefji söngæfingar mánudaginn 8. október næstkomandi kl. 16, undir stjórn Ásu Berglindar.

Félagar í Tónum og Trix eru með þroskaðan meðalaldur. Þau hafa sent út áskorun til allra sem eru 60 ár og eldri og langar að prófa um að koma og vera með. Í tilkynningu segir að frasinn „get ekki sungið“, sé ekki til umræðu. Það geti allir sungið og þau syngi af gleði, bara fyrir ánægjuna.

Tónar og Trix hafa starfað síðan haustið 2007 undir stjórn Ásu Berglindar. Haldnir eru tvennir tónleikar á hverju tímabili; jólatónleikar og vortónleikar. Undirleikur hefur verið í höndum Tómasar Jónssonar ásamt fleira hljómlistarfólki. Hópurinn hefur sungið við ýmis tækifæri og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Það er engin lognmolla undir stjórn Ásu Berglindar.

Nýjar fréttir