-2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Málþingið „Tölum um sjálfsvíg“ haldið í Hveragerði

Málþingið „Tölum um sjálfsvíg“ haldið í Hveragerði

0
Málþingið „Tölum um sjálfsvíg“ haldið í Hveragerði
Hveragerði. Ljósmynd: Hveragerði.

Laugardaginn 29. september nk. heldur félagsskapurinn Leiðin út á þjóðveg málþing sem ber yfirskriftina „Tölur um sjálfsvíg!“. Málþingið sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 15 verður haldið á Skyrgerðinni í Hveragerði. Þar munu tala Svanur Kistjánsson, fyrrverandi formaður Geðhjálpar, Einar Björnsson, Benedikt Guðmundsson, frá Pieta, Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Valdimar Þór Svafarsson, ráðgjafi hjá Birtu, Ingi Þór Jónsson frá Heilsustofnun og Haraldur Erlendsson, geðlæknir.

Kl. 12:30–13.15 verður matarhlé og súpa og brauð í boði. Kl. 13.15 verður vinnusmiðja og kl. 14:45 lokaorð.