7.8 C
Selfoss

Keppt í rafmangsbílaakstri á Suðurlandi

Vinsælast

Í gær var ekin ein umferð af eRally eða Nákvæmnisakstri rafmagnsbíla á vegum AKÍS. Var þetta fyrri dagurinn af tveimur sem eknir verða á Íslandi í alþjóðlegu eRally. Næsta umferð fer svo fram í  Monte-Carlo í lok október.
Líf Magneudóttir ræsti níu lið klukkan níu um morguninn frá höfuðstöðvum Orku náttúrunnar, sem er stærsti styrktaraðili eRally. Þrír erlendir keppendur komu til landsins í tengslum við keppnina og var meðal annars fluttur inn keppnisbíll sérstaklega fyrir keppnina.
Í gær var ekið austur fyrir fjall um gullfallegar og skrikkjóttar leiðir um sveitir Árnessýslu. Eknar voru sex sérleiðir og var mikil keppni á meðal liða. Í hleðslustoppum þurftu keppendur að fara í mikla útreikninga með hraða, tíma og leiðir. Nákvæmnisakstri sem þessum fylgir heilmikil stærfræði.
Eftir fyrri daginn var staðan eftirfarandi.
1 Didier Malga og Anne Bonnel
Renault Zoe – Frakkland
2 Walter Fuzzy Kofler og Franco Gaioni
Tesla S90D- Ítalía
3 
Kristján Einar Kristjánsson og Haukur Viðar Jónsson
Toyota Mirai Ísland – Lið Toyota Íslandi
4 Hafrún Þorvaldsdóttir og Edda Sólveig Gísladóttir
BMW i3 Ísland – Lið Orku Náttúrunnar
5 Snorri Þór Árnason  og Guðmundur Gústafsson
Hyundai Nexo Ísland
Þess má geta að Snorri hefur lengi keppt í akstursíþróttum og er m.a. margfaldur íslandsmeistari í torfæru.
6 Auður Margrét Pálsdóttir og Halldóra G Sigurðardóttir
Renault Zoe Ísland
7 Javier Molto og Sigríður Steinunn Þrastardóttir
BMW i3 Spánn/Ísland – Lið BL
8 Hólmfríður Karlsdóttir og Garðar Þór Hilmarsson
Hyundai Nexo Ísland – Lið Skeljungs
Eitt lið datt út í gær og tekur ekki þátt í dag.

Nýjar fréttir