1.1 C
Selfoss

Horft á norðurljósin úr rúminu í Hveragerði

Vinsælast

Í nýbyggingu við Hótel Örk sem opnaði í sumar eru meðal annars tvær glæsilegar 55 fermetra svítur á efstu hæð með frábærum hornsvölum og horngluggum. Þaðan er einstakt útsýni í tvær áttir auk þess sem stór þakgluggi er beint fyrir ofan rúmið sem gerir gestunum kleift að njóta þess að horfa á stjörnubjartan himininn og vonandi norðurljósin án þess að yfirgefa rúmið. Svíturnar eru tilvaldar fyrir brúðhjón eða bara aðra sem vilja gera vel við sig.

Í nýju byggingunni eru 78 glæsilega hönnuð herbergi .Þar er lögð áhersla á nútímalega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótelgestir þurfa. Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum að svítum. Superior herbergin eru rúmgóð og björt með glugga sem ná alveg niður til gólfs og hámarka þannig birtuna auk þess sem gestir geta notið enn betur útsýnisins. Junior svítur eru frábær kostur fyrir fjölskyldur eða þá sem vilja aðeins betra pláss. Allar Junior svíturnar eru með svölum eða smá palli fyrir framan.

Ljósmyndir á veggjum í nýju herbergjunum eru eftir Ingimar Þórhallsson listamann og ljósmyndara frá University of the Arts London en þær eru af hverasvæðum sem hentar sérstaklega vel við umhverfi hótel Arkar.

Með nýbyggingunni eru herbergin í Hótel Örk samtals 157. Jafnframt eru sjö fundar- og veislusalir ásamt veitingastað, sundlaug og heitum pottum. Eftir stækkun er Hótel Örk eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar. Hótel Örk er fjögurra stjörnu hótel og er í umsóknarferli hjá Vakanum til staðfestingar á því.

Hönnun og útlit hússins var í höndum T.ark sem hefur mikla reynslu í hönnun hótela. Borgartún ehf. er eigandi fasteignarinnar.

Nýjar fréttir