9.5 C
Selfoss

Tyrkneskur faghópur frá borginni Konya í heimsókn í Árborg

Vinsælast

Erasmus+ faghópur frá borg­inni Konya í Tyrklandi sótti Árborg heim dagana 10.–15. sept­­ember sl. Hópurinn fékk kynn­­ingu á sveitarfélaginu, m.a. leik- og grunnskól­um, skóla­þjónustu, félagsþjónustu, bóka­safni og frí­stunda- og íþrótta­málum. Fyrir utan heim­sóknir í leik- og grunn­skóla var skóla­heimsókn í FSu og kynning á Fjöl­heimum og Fishersetrinu.

Margir starfsmenn fagsviða, fél­aga, skóla og stofn­ana komu að móttöku og kynn­ingum. Fag­hópurinn var afar ánægður með móttökurn­ar og hafði leiðtogi hópsins á orði í lok dagskrár að það gæti verið gaman að fulltrúar Árborg­ar kæmu síðar í heimsókn til Konya. Borgin er sannkölluð stór­borg, þar búa rúmlega 2 milljónir manna.

Nýjar fréttir