2.3 C
Selfoss

Samráðsvettvangur Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags um nýja miðbæinn

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 6. september sl. að skipa með formlegum hætti samstarfshóp þar sem haftverður samráð um uppbyggingu mið­bæj­ar­ins á Selfossi. Í hópnum verða fulltrúar Árborgar og Sig­túns þróunar­félags ehf. Fulltrúar Árborgar verði þrír, bæjarstjóri, fulltrúi meiri­hluta bæjarstjórnar og full­trúi minnihluta bæjar­stjórn­ar. Bæj­arstjóra var falið að óska eftir fulltrúum Sig­túns þró­un­ar­félags í hópinn.

Í greinargerð með samþykkt­inni kemur fram að nauðsynlegt sé að gott sam­starf skapist milli fram­kvæmda­aðila og bæjaryfir­valda um fram­gang verksins með reglulegum fundum og fundar­gerðum sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð til kynn­ingar. Þannig megi best tryggja hagsmuni íbúa og skil­virka og gagnsæja stjórn­sýslu.

Samkvæmt áformum Sigtúns þróunarfélags ehf. hefjast fram­kvæmdir við nýja miðbæinn í haust og á hann að verða tilbúinn innan þriggja ára. Áætlað er að hundruð manna fái atvinnu við uppbygginguna og að fjöldi nýrra tækifæra skapist fyrir íbúa Árborgar. Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags sjá fyrir sér að framkvæmdirnar leiði til þess að Árborg hasli sér betur völl sem vettvangur ferðaþjónustu, en telja þó að forsenda þess sé að íbúar verði sáttir við fram­kvæmd­irnar og þann miðbæ sem þær skapa.

Nýjar fréttir