1.1 C
Selfoss

Selfoss komst áfram í EHF-keppninni

Vinsælast

Selfyssingar komust áfram í EFH-keppninni í handbolta þrátt fyrir eins marks tap 27-26 í síðari leiknum gegn Dragūnas en leikurinn fram fór í Klaipėda í Litháen í gær. Staðan í hálfleik var 12-12. Selfoss vann fyrri leikinn 34-28 og því samanlagt 60-55.

Árni Steinn skoraði flest mörk eða 6, Haukur 4, Hergeir, Elvar Örn, Atli Ævar og Alexander Egan 3 mörk hver, Guðni 2 og Richard Sæþór og Sverrir 1 mark hvor.

Sel­foss mæt­ir RD Riko Ribnica frá Slóven­íu í næstu um­ferð. Fyrri leikurinn á að fara fram í Slóveníu 6.–7. október og sá seinni á Selfossi 13.–14. október.

Þess má geta að FH-ingar taka einnig þátt í EHF-keppninni eins og Selfoss. FH-ingar komust áfram eins og Selfoss með því að sigra RK Dubrava frá Króatíu samamlagt 61-63. Þeir mæta Benfica frá Portúgal í annarri umferð.

Nýjar fréttir