1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Alþjóðlegur dagur gegn sjálfvígum í Selfosskirkju

Alþjóðlegur dagur gegn sjálfvígum í Selfosskirkju

0
Alþjóðlegur dagur gegn sjálfvígum í Selfosskirkju
Selfosskirkja. Ljósmynd: ÖG.

Þann 10. september ár hvert er alþjóðlegur dagur gegn sjálfsvígum.  Af því tilefni verður samverustund mánudaginn 10. september nk. kl. 20:00 í Selfosskirkju.  Það er séra Guðbjörg Arnardóttir sem leiðir stundina. Á dagskrá verða tónlistaratriði og Sigríður Elín Leifsdóttir flytur hugleiðingu um efnið í kjölfar eigin reynslu. Samverustundin er öllum opin.  Að dagskrá lokinni gefst fólki tækifæri til að eiga samfélag yfir kaffibolla í safnaðarheimilinu.