8.9 C
Selfoss

Hjallakirkja í Ölfusi 90 ára

Vinsælast

Hjallakirkja er einn helsti sögustaðurinn í Ölfusi. Kemur fyrst við sögu á 11. öld og er getið í Flóamannasögu. Kirkjan kemur aftur í ljós sögunnar 1541 er síðasti kaþólski biskupinn yfir Íslandi Ögmundur Pálsson er færður nauðugur á skip og lést í hafi. Hann er handtekinn af hermönnum Dana þar sem hann var í heimsókn hjá systur sinni á Hjalla.

Þegar Þorlákskirkja var byggð fyrir ca. 30 árum var um það samkomulag að hafa Hjallakirkju áfram í heiðri og hún þjónar því líka sem sóknarkirkja í Þorlákshafnarprestakalli.

Hátíðarmessa verður kl. 14:00 á Hjalla sunnudaginn 9. september nk. í tilefni af 90 ára vígsluafmælis Hjallakirkju en hún var vígð 5. nóvember 1928.

Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á Hjalla (góður hljómburður). Nývígður vígslubiskup í Skálholtsstifti sr. Kristján Björnsson prédikar, kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn nýráðis organista Esterar Ólafsdóttur, meðhjálpari er Sigurður Hermannsson, djákni og prestur þjóna svo fyrir altari.

Eftir messu verður svo kirkjugestum boðið upp á kaffi og með því á veitingastaðnum Hafinu bláa. Þar mun kórinn syngja og opinn verður hjóðnemi fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína. Til hátíðar hefur verið boðið gömlum þjónandi prestum, biskupum, bæjarfulltrúum í Ölfusi og nokkrum öðrum er sem komið hafa að starfi kirkjunnar. Auðvitað er öllum boðið að koma ekki síst þeim sem tengjast kirkjunni með einhverjum hætti, hafa komið í hana sem börn, komið þangað fullorðnir, er kristin kirkja hugleikin eða saga staðarins og héraðsins. Gaman væri að sjá sem flesta og allir eru auðvitað velkomnir ungir sem aldnir,

Hjallakirkja Ölfusi. Mynd: kirkjukot.net/RÞS.

Nýjar fréttir