7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Skóli margbreytileikans – ólíkar birtingarmyndir kynvitundar

Skóli margbreytileikans – ólíkar birtingarmyndir kynvitundar

0
Skóli margbreytileikans – ólíkar birtingarmyndir kynvitundar
Hugrún Vignisdóttir sálfræðingur.

Starfshættir í leik- og grunnskólum eru í sífelldri þróun og kennarar þurfa að tileinka sér nútíma kennsluhætti um leið og huga þarf að fjölbreytni í nemendahópnum. Nemendur eru ólíkir einstaklingar, með ólíkan bakgrunn, læra eftir ólíkum leiðum og út frá eigin forsendum.

Kennarar í leik- og grunnskólum og allir sem koma að nemendum í skólum þurfa að setja sig inn í heim nemenda, kynnast þeim og skapa gagnkvæma virðingu, hvort sem nemendur eru hinsegin eða kynsegin, sískynja eða trans. Þetta kallar á aukna fræðslu fyrir starfsfólk skóla og foreldra.

Þriðjudaginn 11. september .k. kl. 13:30–15:30 mun Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, vera með erindi í Félagheimilinu Þingborg í Flóahreppi, sem ber heitið „Skóli margbreytileikans“. Farið verður yfir ólíkar birtingarmyndir kynvitundar, félagsleg kynhlutverk og trans- og greiningarkerfið sem fara þarf í gegnum. Þá verður kynnt hvað kennarar og foreldrar geta gert til þess að styðja sem best við þau börn sem falla ekki undir hin fyrirfram mótuðu félagslegu kynhlutverk. Einnig munu foreldrar transstúlku segja frá sinni upplifun og reynslu.

Erindið er opið öllum áhugasömum. Foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla er hvött til að mæta og hlusta á þetta áhugaverða erindi. Ekkert þátttökugjald er. Skráning fer fram á heimasíðu Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, www.arnesthing.is.