4.3 C
Selfoss
Home Fréttir Alheimshreinsunardagurinn haldinn í fyrsta skipti í september

Alheimshreinsunardagurinn haldinn í fyrsta skipti í september

0
Alheimshreinsunardagurinn haldinn í fyrsta skipti í september
Umhverfis Suðurland.

Alheimshreinsunardagurinn

Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunardagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi. Kynna sér má málið frekar á sjá Landverndar.

Í tilefni þessa dags hvetur verkefnið Umhverfis Suðurland, sunnlensk fyrirtæki / stofnanir og starfsmenn þeirra til þess að taka þátt í viðburði sem gengur út á að fara í hreinsunarátak í og við sínar byggingar og/eða athafnasvæði þann 14. september nk.

Til þess að fylgjast með viðburðinum er hægt að skoða myllumerkið #umhverfissuðurland inn á síðu verkefnisins hér: www.umhverfissudurland.is og á facebook síðu verkefnisins: www.facebook.com/UmhverfisSudurland

Plastlaus september

Samhliða Alheimshreinsunardeginum er í gangi verkefnið Plastlaus september, sem er árlegt árverkni átak og því er plast þema þess mánaðar. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Hver Íslendingur skilur eftir sig um 40 kíló af umbúðarplasti á ári.

Umhverfis Suðurland vonast til þess að Sunnlendingar verði áberandi hluti af þessum átaksverkefnum með virkri þátttöku enda eitt af markmiðunum að Suðurland verði fremst í flokki landshlutanna þegar kemur að umhverfismálum og hreinu umhverfi.