8.9 C
Selfoss

Kántríhátíð í Hvíta húsinu um helgina

Vinsælast

Tónlistarhátíðin „Iceland Country Music Festival“ verður haldin í Hvíta húsinu á Selfossi á morgun laugardaginn 1. september. Húsið verður opnað kl. 18:00 þar sem á boðstólnum verður matur með amerísku þema. Tónlistardagskráin byrjar kl. 20:00.

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í september í fyrra og tókst afar vel. Stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður á Selfossi og vaxi og verði að tveggja daga hátíð í framtíðinni.

Fjöldi frábærra listamanna koma fram á hátíðinni núna. Fyrstur á dagskrá er dansk-bandaríski söngvarinn og gítarleikarinn Jens Eversen sem er betur þekktur sem J.Tex. J.Tex er vel þekktur kántrí tónlistarmaður í Danmörku og hefur meðal annars verið tilnefndur til dönsku tónlistarverlaunanna. Þar á eftir stíga á stokk tvær aðal kántrísveitir landsins, Axel O & Co og Rúnar Eff & Band. Báðar þessar hljómsveitir tóku þátt í tónlistarhátíðinni Texas Sounds International Country Music Awards í Texas í nóvember á síðasta ári, þar sem báðar hljómsveitirnar unnu öll aðalverðlaunin á hátíðinni.

Axel O & Co er skipuð þeim Axel Ómarssyni söngvara, Magnúsi Kjartanssyni, Sigurgeir Sigmundssyni, Jóhanni Ásmunssyni og Ásmunda Jóhannssyni.

Hljómsveit Rúnars Eff er skipuð þeim Rúnar Eff Rúnarssyni, Hallgrími J. Ómarssyni, Reyni Snæ Magnússyni, Valgarði Óla Ómarssyni, og Stefáni Gunnarssyni.

Á hátíðinni mun Iceland Country Music Association veita viðurkenningu í fyrsta sinn fyrir vel unnin störf í þágu kántrítónlistar á Íslandi.

Hátíðin er styrkt af Set ehf. á Selfossi,  IB ehf, og Sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.

Nýjar fréttir