8.4 C
Selfoss
Home Fréttir Kalla eftir vegabótum á Meðallandsvegi

Kalla eftir vegabótum á Meðallandsvegi

0
Kalla eftir vegabótum á Meðallandsvegi

Sveitarstjórn og íbúar Meðallands hafa ítrekað bent á að viðhaldi Meðallandsvegar er verulega ábótavant. Í ágústbyrjun var þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna Skaftárhlaups. Ákveðið var að beina umferð um Meðallandsveg. Þá kom í ljós að vegurinn var í slöku ástandi og sinnti ekki hlutverki sínu sem hjáleið. Sveitarstjórn Skaftárhrepps mun óska eftir fundi við Vegamálastjóra vegna málsins. Lögð verður fram sú krafa að sett verði fjármagn í lagfærinu vegarins þannig að hann geti þjónað hlutverki sínu sem hjáleið þegar til lokunar kemur á þjóðvegi 1 vegna slysa eða náttúruhamfara.