Evrópufeðgar Selfoss

Myndin er frá útileik Selfoss gegn Pick Szeged. Bonni, Sigurjón, Sverrir og Grímur. Fyrir aftan má sjá Gústa Bjarna og Gísla Felix. Myndin er tekin augnabliki áður en áhorfendur fylltu gólfið af klósettpappírsrúllum og stöðva þurfti leikinn. Mynd: UMFS.
Myndin er frá útileik Selfoss gegn Pick Szeged. Bonni, Sigurjón, Sverrir og Grímur. Fyrir aftan má sjá Gústa Bjarna og Gísla Felix. Myndin er tekin augnabliki áður en áhorfendur fylltu gólfið af klósettpappírsrúllum og stöðva þurfti leikinn. Mynd: UMFS.

Það hefur lengi verið rík tenging feðga í Selfossliðinu m.a. má nefna Einar Guðmundsson og Teit Örn, Jón Birgi og Elvar Örn. Aðeins hafa tvö feðgapör spilað í Evrópukeppnini. Þetta eru annars vegar feðgarnir Grímur Hergeirs og Hergeir Grímsson og hinsvegar Sverrir Einarsson og Einar Sverrisson. Grímur og Sverrir spiluðu alla átta Evrópuleiki fyrir Selfoss á árunum 1993 – 95. Einar hefur spilað sex leiki fyrir ÍBV en Hergeir er að spila sinn fyrsta leik í keppninni gegn Dragunas.

Leikir Selfoss á sínum tíma voru gegn liðum Bauska Riga, Umag frá Króatíu, Pick Szeged og Gorenje Velenje frá Slóveníu. Selfoss komst alla leið í átta liða úrslit tímabilið 93/94 en töpuðu báðum leikjum gegn Gorenje Velenje tímabilið eftir.

Einar spilaði sex leiki fyrir ÍBV á árunum 2014 – 16 gegn liðunum Benefica, Hapoel Ramat Gan og Macabi Eishon Lezion. Þess má geta að Einar skoraði 39 mörk í leikjunum sex og er markahæsti leikmaður ÍBV í Evrópukeppni.