-3.9 C
Selfoss

Ísbúðin Valdís opnuð á Hvolsvelli

Vinsælast

Ísbúðin Valdís var opnuð að Austurvegi 4 á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. ágúst sl. Ísbúðin er í sama húsnæði og Krónan og skrifstofa Rangárþings eystra. Að ísbúðinni standa þau Valdimar Gunnar Baldursson og Þóra Kristín Þórðardóttir.

Boðið er upp á fjölbreytt úrval tegunda af kúluís sem og ís úr vél. Á opnunardaginn var m.a. boðið upp á bragðefni eins og turkis pepper, hindberja, myntu, saltkaramellu, daim og stracciatella.

Ísbúðin verður opin daglega kl. 12–22. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár­þings eystra, mætti á opnunardaginn og afhenti þeim Þóru og Valdimar blóm í tilefni dagsins.

Nýjar fréttir