-1.6 C
Selfoss
Home Fastir liðir Guðjón Öfjörð með laxarétt og sætkartöflumús

Guðjón Öfjörð með laxarétt og sætkartöflumús

0
Guðjón Öfjörð með laxarétt og sætkartöflumús
Guðjón Öfjörð

Ég er mjög hrifinn af fiskiréttum og ætla því að deila með ykkur mjög góðri uppskrift af laxarétti sem er í uppáhaldi hjá mér.

Það sem þarf í þennan rétt er eftirfarandi:

½ laxaflak

Smjör (stofuheitt)

Hunang

Salt og pipar

Leggið flakið í eldfast mót. Stappið saman smjöri og hunangi og berið á laxinn. Passa sig að setja ekki of mikið af þessari blöndu. Salt og pipar eftir smekk hvers og eins.

Steikt í ofni við 175°C í ca. 20 mín.

 

Sætkartöflumús:

1 stk. sæt kartafla

Smjör

Sykur

Salt og pipar

Sjóðið kartöfluna, afhýðið og stappið í kartöflumús.

Bætið smjörklípu og smá sykri út í heita kartöflumúsina.

Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

 

Salat:

½ gúrka

8 cherry tómatar

Salatblöð

½ rauðlaukur

Fetaostur

Laxinn er líka hægt að grilla í álbakka og þá er líka nauðsynlegt að hafa einn (í einu) ískaldan Bola við hendina svo maður klúðri ekki neinu á grillinu.