0 C
Selfoss
Home Fréttir Niðurstaðan bindandi fyrir bæjarstjórn

Niðurstaðan bindandi fyrir bæjarstjórn

0
Niðurstaðan bindandi fyrir bæjarstjórn
Helgi S. Haraldsson.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, var spurður hvaða þýðingu niðurstöður íbúakosninganna síðastliðinn laugardagum um miðbæjarskipulagið hafi fyrir bæjarstjórn Árborgar.

„Kosningaþátttaka var tæp 55% og því er niðurstaða kosningarinnar bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið út 29% viðmiðið sem lágmark til að um bindandi niðurstöðu yrði að ræða. Niðurstaða er því sú að aðalskipulag og deiliskipulag hefur verið samþykkt í íbúakosningu. Nýtt skipulag verður sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og í framhaldi af því getur Sigtún þróunarfélag hafið hönnun og byrjað framkvæmdir.“

Helgi kvaðst ánægðastur með þátttöku í kosningunni og sagði að það sýni að íbúarnir séu tilbúnir að taka við þeirri áskorun sem íbúakosning er með því að mæta og taka þátt og að 55% þátttaka sé gott dæmi um það. Niðurstaðan sé því afgerandi og sýni vilja íbúanna.