-0.5 C
Selfoss

Hátíðir verða víða í ágúst

Vinsælast

Margt verður að gerast á Suðurlandinu í ágúst. Mánuðurinn er fullur af ýmiskonar viðburðum. Blaðamaður kynnti sér nokkrar þeirra. Það kennir ýmissa grasa á hátíðunum og margt að finna sér til afþreyingar fyrir íbúa sem aðkomna.

Í Ölfusi ætla íbúar að halda Hafnardaga hátíðlega dagana 9. – 11. ágúst. Á dagskránni eru m.a tónleikar, dansleikir ásamt skemmtidagskrá í skrúðgarðinum á föstudagskvöldið 10. ágúst.

Grímsævintýri verða þann 11. ágúst á Borg í Grímsnesi. Þar verður lítil sveitahátíð í umsjá Kvenfélags Grímsneshrepps. Þar verða hoppukastalar markaður, danssýning og margt fleira spennandi.

Sumar á Selfossi er fer fram dagana 9. – 12. ágúst. Þar er af mörgu að taka. Tónleikar, götugrill, skreytt hverfi og Brúarhlaupið. Hér er fátt eitt nefnt af því sem í boði verður á hátíðinni.

Á Hellu verða Töðugjöld dagana 17. – 19. ágúst. Mikið verður um að vera. Meðal annars verður Þorparölt, hoppukastalar, hnallþórukeppni og fleira.

Blómstrandi dagar í Hveragerði verða dagana 16. – 19. ágúst 2018. Mikið framboð af ýmsum viðburðum er á hátíðinni. Hátíðin er fjölskyldu, menningar og heilsuhátíð. Áhugaverðir tónlistarviðburðir og listasýningar eru meðal þess sem boðið er uppá. Þá eru bílskúrsmarkaðir og gallerý um allan bæ.

Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli verður svo haldin hátíðleg þann 31. ágúst – 2. september nk. Mikið verður um dýrðir á svæðinu og hægt að gæða sér á ljúffengri súpu eins og vant er.

Nýjar fréttir