10 C
Selfoss

Lögreglan með hálendiseftirlit

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi var við hálendiseftirlit í gær. Farið var inn Emstrur og m.a. hitt á skálaverði þar. Mikil umferð gangandi var á „Laugaveginum“. Þaðan var farið í Strútsskála og göngumenn hittir fyrir, en þeir voru komnir þar til að ná upp hita og þurrka föt. Áfram var haldið austur um og um Álftavatnskrók inn á Fjallabaksleið nyrðri. Landverðir í Eldgjá voru hittir fyrir og staðan tekin. Þaðan var farið inn að Langasjó og svo í Landmannalaugar. Hálendisvakt Landsbjargar var þar með heitt á könnunni og tilbúin í hvað sem er. Síðan var gist í Hrauneyjum og áfram haldið í dag.

Alls voru 23 ökumenn stöðvaðir í gær. Af þeim voru þrír íslenskir. Þrír erlendir foreldrar voru uppvísir að því að leyfa börnum sínum, öllum á átjánda ári, en réttindalaus að keyra „fáfarna“ vegi. Aðrir voru með allt sitt á hreinu og til fyrirmyndar.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir