-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Þjófar á ferð! Lögregla óskar eftir upplýsingum

Þjófar á ferð! Lögregla óskar eftir upplýsingum

0
Þjófar á ferð! Lögregla óskar eftir upplýsingum
Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú þjófnaðarmál þar sem skipulega virðist gengið til verks. Aðilar á hvítum smábíl hafa farið milli bæja í Landbroti í Skaftárhreppi og bankað upp á. Ef einhver er heima og kemur til dyra segjast þeir vera að leita að gistingu en sé enginn heima við fara þeir inn og láta greipar sópa. Aðallega er stolið peningum og skartgripum.

Fólk sem kann að búa yfir upplýsingum sem gætu komið lögreglu á spor þessara aðila, hvort sem er lýsing á aðilum, bílnúmer eða hluti úr því, er beðið um að senda lögreglu skilaboð hér á síðunni eða setja sig í samband við lögreglu gegnum neyðarnúmerið 112.