7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Ég segi nei

Ég segi nei

0
Ég segi nei
Ingunn Guðmundsdóttir

Framundan er íbúakosning um nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi. Ef við samþykkjum skipulagið þá tekur sjálfkrafa gildi samningur við eitt fyrirtæki um að Árborg afhendi því allar óbyggðar lóðir á svæðinu sem eru í eigu sveitarfélagsins. Allar verðmætustu lóðirnar í miðbæ sveitarfélags í örum vexti verða á forræði annarra en sveitarfélagsins sjálfs. Þetta er áhyggjuefni.

Eftirspurn eftir lóðum á Selfossi er mikil núna, samhliða gríðarlegri fjölgun íbúa. Það mál telja fullvíst að á þessum uppbyggingar og gróskutímum séu margir áhugasamir um að taka þátt í uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu. Eftirspurn eftir lóðum áður fyrr er enginn mælikvarði á stöðuna í dag því veruleikinn er allt annar. Það er því mikilvægt að sveitarfélagið hafi áfram forræði yfir lóðum í miðbænum.

Við íbúarnir erum ekki vön kosningum um einstök stefnumál. Ég vona samt að við séum að þróast í þá átt þannig að innan fárra ára verði íbúakosning eðlilegur hluti af okkar lýðræðissamfélagi. Þá muni stjórnvöld leita til kjósenda varðandi stóru stefnumálin. Þannig fyrirkomulag gefur íbúum færi á að kynna sér mál, taka afstöðu og smám saman venjast því og þykja eðlilegt að næsti maður sé á annarri skoðun. Þegar búið verður að þróa kosningakerfi þannig að hægt sé að kjósa heima í tölvunni sinni verður þetta auðvelt. Þannig fyrirkomulag setur aðhald á stjórnsýsluna um vönduð og opin vinnubrögð í öllum málum.

Ég mun mæta á kjörstað og krossa við ,,andvígur“ í íbúakosningunni. Ég skora á alla að taka þátt og segja sína skoðun með atkvæði sínu hvort sem þeir ætlar að taka afstöðu með eða á móti. Þannig virkar lýðræðið best. Að lokum vil ég minna okkur öll á að hvernig sem fer göngum við sátt frá borði af því að meirihlutinn ræður