7.3 C
Selfoss

Lífrænn dagur í Sólheimum

Vinsælast

Laugardaginn 11. ágúst heldur Menningarveisla Sólheima áfram. Lífræni dagurinn á Sólheimum verður haldinn með pompi og prakt. Þar verður lífrænn markaður, verslun, kaffihús og sýningar. Opið verður frá 12 – 19:30. Tónleikar verða í Sólheimakirkju klukkan 14. Þar leiða saman hesta sína tónlistarmennirnir góðkunnu Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson. Þar munu þeir félagar gera það sem þeir gera best, skemmta sér og öðrum.

Teymt verður undir þeim sem langar á hestbak með ljúfum hestum frá Vorsabæ. Hestarnir verða við túnfót Grænu könnunnar milli 15 og 17. á markaðstorfi Grænu könnunnar verða lífrænar vörur til sölu. Þá mun eldsmiðurinn Einar Gunnar Sigurðsson sýna handverk sitt og hamra heitt járnið milli kl: 13 og 18. Þá er útileiksvæði fyrir börn á svæðinu. Áhugasömum er bent á heima síðu Sólheima eða bara mæta. Aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir