9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Hótel rýmt vegna smávægilegs bruna

Hótel rýmt vegna smávægilegs bruna

0
Hótel rýmt vegna smávægilegs bruna
Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan og slökkvilið Brunavarna Rangárvallasýslu voru kölluð að Hótel Hellu um um 23 þann 30. ágúst vegna lítils háttar bruna. Bruninn hófst að því virðist í viftu á baðherbergi á neðri hæð hótelsins.
Búið var að slökkva eldinn er slökkvilið kom á staðinn. Slökkvilið reykræsti hótelið en töluverður reykur myndaðist við brunann. Engan sakaði.

Hótelið var rýmt samkvæmt áætlun og fengu gestir, sem voru um 90 talsins, inni í íþróttahúsinu á Hellu sem er í nágrenninu. Rýmingin gekk vel að sögn Lögreglunnar. Fljótlega var  búið að fá gistingu fyrir alla gestina, sem voru afar rólegir yfir þessu ævintýri, á hótelum í grennd.