1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Óhapp varð við affermingu á hveititanki

Óhapp varð við affermingu á hveititanki

0
Óhapp varð við affermingu á hveititanki
Kranabíll var fenginn til þess að koma tanknum af vettvangi. Mynd: Hreinn Óskarsson

Glussatjakkur gaf sig þegar verið var að afferma hveititank við Guðnabakarí á Selfossi nú undir hádegið. Mikil mildi var að engin slys urðu á fólki þegar tjakkurinn brast og tankurinn skall með látum í jörðina. Töluverður glussi rann úr tjakknum. Samkvæmt sjónarvottum runnu einhverjir tugir lítra í niðurfall á svæðinu, en líklegt þykir að það endi í Ölfusá. Slökkviliðsmenn á tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu voru fljótir á vettvang. Beitt var sérstökum ísogsefnum til þess að hindra frekara tjón af völdum glussans. Unnið verður að því að meta hvað skal gera í framhaldinu og hvort gera þurfi frekari ráðstafanir eins og að jarðvegsskipta á svæðinu. Þegar þetta er ritað er kranabíll frá JÁ Verk að hífa tankinn burt og koma honum af vettvangi.

Töluverður glussi var á svæðinu eins og sjá má á myndinni. Mynd: Hreinn Óskarsson
Brunavarnir Árnessýslu dreifðu ísogsefnum í glussann. Mynd: Hreinn Óskarsson