Helgistund í Minningarkapellu og ganga á Systrastapa

Föstudaginn 20. júlí klukkan 14.00 verður haldin helgistund í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar til minningar um Eldmessuna 20. júlí 1783. Eftir helgistundina verður gengið að Systrastapa. Markmiðið er að minnast og halda í heiðri liðna atburði sem hafa mótað kynslóðirnar.