2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Valtýr Valtýsson ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps

Valtýr Valtýsson ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps

0
Valtýr Valtýsson ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps
Valtýr Valtýsson. Mynd: ÖG.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum í morgun að ráða Valtý Valtýsson sem sveitarstjóra. Valtýr var valinn úr hópi 20 umsækjenda. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þrír hreppsnefndarmenn samþykktu að ráða Valtý sem sveitarstjóra en tveir sátu hjá.

Starfshlutfall sveitarstjóra Ásahrepps er 60%.

Valtýr hefur undanfarin 8 ár gegnt stöðu sveitarstjóra Bláskógabyggðar.