1.7 C
Selfoss

Kammerkór Suðurlands fékk styrk úr Tónlistarsjóði

Vinsælast

Kammerkór Suðurlands var nýverið úthlutað styrk að upphæð 100.000 kr. úr Tónlistarsjóði. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess.

Kammerkór Suðurlands fagnaði 20 ára starfsafmæli sínu á síðasta ári með hátíðartónleikum og útgáfu á geisladisknum „Kom skapari” sem tilnefndur var til íslensku tónlistarverðlaunanna. Á þessum ferli hefur margt skemmtilegt verið gert og mikil saga sem má kynna sér á heimasíðu kórsins, www.siccmusic.com.

Á þessum tímamótum mun kórinn fagna tímamótunum enn frekar og rifja upp söguna. Kórinn mun undir stjórn undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar leggja upp í nýtt og spennandi verkefni. Verkefnið ber nafnið „Tónleikar á örlagastund”.

Á undanförnum árum hefur kórinn leitað til um 40 tónskálda sem hafa unnið með kórnum gegnum árin. Tónskáldin voru beðin um að semja „örlag”, sem er verk sem er ekki lengra en 1:30 mínútur, og gefa kórnum í afmælisgjöf. Örverkin verða flutt á örtónleikum í örmaraþoni. Verkin eru flutt af kór úti í náttúru Suðurlands. Hvert tónverk er um 5 sekúndur til 90 sekúndur og verða sungin sex lög á hverri stoppustöð. Áætlað er að fara með rútu um sögufræga staði í Árnessýslu, meðal annars á slóðir Bergþórs risa. Með í för verður kvikmyndagerðarmaðurinn Brian FitzGibbon. Brian mun gera heimildarmynd um verkefnið. Jafnframt að taka flutninginn upp mun öllum listamönnum sem koma að verkinu verða gerð góð skil.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með verkefninu er bent á heimasíðu Kammerkórs Suðurlands, www.siccmusic.com.

Nýjar fréttir