9.5 C
Selfoss

Ölfusárbrú lokað í viku um miðjan ágúst vegna viðhalds

Vinsælast

Áætlað er að loka Ölfusárbrú á miðnætti sunnudaginn 12. ágúst næstkomandi. Opnað verður á morgunumferð kl. 06:00 mánudaginn 13. ágúst og lokað aftur sama dag kl. 20. Haf­ist verður handa við að steypa nýtt brúargólf aðfaranótt 14. ágúst. Þegar verkinu er lokið tekur það steypuna nokkra sólar­hringa að harðna. Áætlað er að hleypa um­ferð á brúna miðvikudaginn 20. ágúst.

Meðan á lokuninni stendur verð­ur meðal annars hjáleið um Þrengsli og áfram yfir Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi. Í uppsveitum eru hjá­leiðir um Biskupstungna­braut, Skálholts­veg, Bræðra­tungu­veg og Skeiða­veg. Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin meðan á framkvæmd­um stendur.

Nýjar fréttir