6.1 C
Selfoss

Nýir eigendur taka við rekstri Menam

Vinsælast

Hjónin Sigurður Ágústsson og Birta Jónsdóttir keyptu í síðustu viku veitingastaðinn Menam á Selfossi af Kristínu Árnadóttur. Kristín tók við rekstri staðarins í lok júlí 1999 og hefur rekið hann allar görur síðan. Staðurinn átti 20 ára afmæli 20. desember sl.

„Þetta ferli átti sér stuttan aðdraganda og eru hlutirnir búnir að ganga upp á ógnarhraða síðustu daga og vikur. Svo hratt að við erum rétt að átta okkur á þessu í þessum töluðu orðum,“ segir Sigurður á Facebook-síðu sinni.

„Við höfum stefnt að þessu frá því að Sigurður byrjaði á nemasamningi og þykir okkur ótrúlega dýrmætt að hafa náð þessu markmiði. Mörg kvöld höfum við setið í sófanum eftir vinnu og velt fyrir okkur staðsetningu, matseðli og umhverfi ímyndaða veitingastaðarins okkar sem nú er að verða að veruleika,“ segir Birta.

„Okkur þykir líka ótrúlegur heiður af því að Stína hafi valið okkur það verkefni að taka við Menam. Þetta er staður sem á sér rótgróna sögu hér í bæ og margir eiga eðlilega eftir að sakna þegar við skiptum um gír. Við Siggi komum til með að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda heiðri staðarins á lofti og endurskapa það frábæra andrúmsloft sem þar hefur alltaf ríkt þó að staðurinn fái andlitslyftingu þegar dregur nær haustinu,“ segir Birta.

„Við Siggi hlökkuð mikið til að kynna fyrir ykkur verðandi breytingar á staðnum og matseðlinum en þær verða kynntar eftir að við tökum við 17. júlí.“

Nýjar fréttir