0 C
Selfoss
Home Fréttir Atli Eðvaldsson tekur við Hamri

Atli Eðvaldsson tekur við Hamri

0
Atli Eðvaldsson tekur við Hamri
Matthías Þórisson Hamri ásamt Atla Eðvaldssyni. Mynd: Hamar.

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu út leiktíðina. Atli tekur við af Dus­an Iv­kovic sem sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. Hamar leikur í A-riðli 4. deildar karla.

Atli hefur mikla reynslu sem þjálfari bæði hérlendis og erlendis. Hann þjálfaði meðal annars ís­lenska karla­landsliðið 1999–2003. Þá hefur hann þjálfað lið KR, Vals, ÍBV, HK og Þróttar, auk Kristianstad í Svíþjóð. Atli lék 70 lands­leiki fyr­ir Ísland og átti lands­leikja­metið um skeið. Hann var einnig fyrirliði landsliðsins um ára­bil.