10 C
Selfoss

Bryggjuhátíð á Stokkseyri um næstu helgi

Vinsælast

Bryggjuhátíð á Stokkseyri verður haldin dagana 6.–8. júlí næstkomandi. Hátíðin verður öll hin glæsilegasta þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst formlega á föstudagskvöldinu 6. júlí með brennu, söng og skemmtiatriðum á Bryggjunni. Laddi mætir með skemmtiatriði og Magnús Kjartan spilar undir bryggjusöng. Á laugardeginum 7. júlí mun leikhópurinn Lotta sýna Gosa á sjopputúninu, andlitsmálning verður í boði, sem og leiktæki frá Hopp og Skopp. Von er á Krúserklúbbnum með glæsilega fornbíla og markaðsstemning verður í grunnskólanum. Dagskrá lýkur á sunnudeginum 8. júlí að lokinni lopapeysumessu á bryggjunni. Alla helgina verða vinnustofur listamanna, söfn og veitingastaðir opnir gestum. Lögð er áhersla á að skemmtiatriði og leiktæki séu án endurgjalds og því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og eyða stund í fallegu þorpi, taka þátt í dagskránni, upplifa fjöruna, náttúruna og mannlíf á Stokkseyri.

Allar frekari upplýsingar og dagskrárliði má finna á facebooksíðu hátíðarinnar.

Nýjar fréttir