2.8 C
Selfoss

Vinnusmiðja í blómaskreytingum með Françoise Weeks á Reykjum í Ölfusi

Vinsælast

Blómaskreytirinn og listamaðurinn Françoise Weeks mun halda þriggja daga vinnusmiðju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi 5.–7. september nk. Þar mun hún leggja áherslu á brúðkaupsskreytingar frá mismunandi sjónarhornum. Françoise er þekktur frumkvöðull þegar kemur að nýtingu blóma og náttúru í skreytingar hverskonar. Françoise er alin upp í Belgíu og búsett í Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Hún sækir sinn innblástur til blóma og náttúru Evrópu og fer víða um heim til að halda vinnusmiðjur og taka þátt í sýningum.

Francoise býr yfir afar breiðri þekkingu og hæfni til að nýta blóm og mismunandi efnivið þegar kemur að uppbyggingu og formi skreytinga. Á námskeiðum sýnum nær hún að sameina og tengja saman stranga og eftirsóknaverða þjálfun nemenda með góðri tengingu við nýtni við það sem náttúran hefur upp á að bjóða.

Á vinnusmiðjunni verður m.a. fjallað um ýmis hagnýt ráð þegar kemur að viðskiptum. Að auki mun hin sænska Minna Mercke Smith, blómskreytir og ljósmyndari, taka þátt í námskeiðinu og veita ráðgjöf um ýmislegt sem snýr að ljósmyndun skreytinga og markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Vinnusmiðjan verður þrískipt þar sem fjallað verður um: Borðskreytingar úr skógarefni, fylgihluti, eins og hálsmen, eyrnalokka og hringi úr grænum efnivið og síðast en ekki síst brúðarvendi hvers konar og höfuðskraut. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við blómaskreytingar, öll kennsla fer fram á ensku og fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.

Nýjar fréttir